Titringur í stjórnarliðinu

Icesave-bollinn sígildi.
Icesave-bollinn sígildi. Ómar Óskarsson

Mikill titringur er í stjórnarliðinu vegna vísbendinga um að Icesave-samningurinn verði felldur á morgun. Hefur stjórnin þegar hafið undirbúning á því hvernig samtölum við erlenda þjóðhöfðingja verði hagað fari svo að samningurinn verði felldur.

Þetta hefur fréttavefur Morgunblaðsins eftir áreiðanlegum heimildum.

Málið er viðkvæmt og er stjórnarliðið að undirbúa hvernig best skuli staðið að því að lægja öldur verði útkoman á sömu lund og 6. mars 2010 þegar um 98% kjósenda höfnuðu fyrri samningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert