Best borgið utan ESB

Frá setningu flokksþings Framsóknarflokksins.
Frá setningu flokksþings Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins,“ segir í drögum að ályktun um utanríkismál á 31. flokksþingi framsóknarmanna.

„Nú sem fyrr standa auðlindir þjóðarinnar undir velferð hennar og fullt og óskorað forræði á þeim er forsenda farsældar til framtíðar. Framsóknarflokkurinn telur að þjóðin skuli ætíð eiga beina aðkomu með þjóðaratkvæðagreiðslu að ákvörðunum um stórmál eins og aðild að Evrópusambandinu og mun berjast fyrir þeim rétti,“ segir í drögunum.

Þá er sagt að norrænt samstarf og grannsvæðasamstarf skipti mikilvægan sess í utanríkisstefnu landsins enn sem fyrr.  Þá leggur Framsóknarflokkurinn aukna áherslu á samstarf við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf. Einnig er lögð áhersla á að Ísland nýti möguleika sem felast í auknum skipaflutningum um Norðurslóð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert