Kosningaþátttaka á höfuðborgarsvæðinu klukkan 20.00 í kvöld var orðin talsvert meiri en í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave árið 2010.
Kjósendur sem mætt höfðu á kjörstað í Reykjavíkurkjördæmi norður voru orðnir 24.818 klukkan 20.00 í kvöld. Það eru 55,74% kjósenda. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 2010 höfðu á sömu stundu mætt 21.235 á kjörstað eða 48,28% kjósenda.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 26.588 kosið klukkan 20.00. Það eru 59,8% kjósenda á kjörskrá. Í Icesave kosningunni 2010 höfðu á sama tíma mætt 22.988 sem eru 52,19% kjósenda.
Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi kl. 20:00 var orðin 61,5%. Þá höfðu 37.264 manns kosið í kjördæminu. Í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu 2010 höfðu 33.009 kosið á sama tíma eða 55,6%.
Kjörsókn á Akureyri er þegar orðin meiri en hún var í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave árið 2010. Samkvæmt síðustu tölum hafa 56% þeirra sem eru á kjörskrá mætt á kjörstað í dag. Þar að auki eru fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Fyrir ári síðan var kjörsókn á Akureyri 56% í heildina.
Í Fjarðabyggð er kjörsókn í dag rúm 54% og í Norðurþingi var kjörsókn 51,35% klukkan sjö í kvöld. Ekki náðist í kjördeild Ólafsfjarðar, en á Siglufirði hafa 487 kosið. 1598 eru á kjörskrá hjá báðum sveitarfélögunum samanlagt.
Í Norðurvesturkjördæmi hafa 54,57% greitt atkvæði.