Birkir Jón fékk 77,3%

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson voru endurkjörnir í …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birkir Jón Jónsson voru endurkjörnir í embætti formanns og varaformanns Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Birkir Jón Jónsson var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins á flokksþingi framsóknarmanna í dag.  Fékk Birkir Jón 303 atkvæði eða 77,3% greiddra atkvæða.

Alls fengu 13 einstaklingar atkvæði í varaformannskjörinu.  Vigdís Hauksdóttir fékk 47 atkvæði þótt hún lýsti því yfir í gær að hún sæktist ekki eftir embættinu. Sturla Jónsson, sem lýsti því yfir á þinginu í dag að hann sæktist eftir embættinu, fékk 9 atkvæði og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fékk 6 atkvæði.

„Ég hlakka til næstu tveggja ára," sagði Birkir Jón eftir að niðurstaðan lá fyrir.  Hann sagðist vera þess fullviss, að á flokksþinginu muni koma samstíg forusta, sem muni leiða mál áfram inn á vettvang Alþingis en gott samstarf hafi verið í forustu flokksins síðustu ár. 

Sagði Birkir Jón að á flokksþinginu kæmi fram skýr framtíðarsýn, kjarkur og þor.  

Fyrr í dag var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson endurkjörinn formaður flokksins. 

Frá flokksþingi Framsóknarflokksins.
Frá flokksþingi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert