Fleiri konur á kjörskrá

Kjósendur bíða eftir því að geta skilað utankjörstaðaatkvæði við Laugardalshöll.
Kjósendur bíða eftir því að geta skilað utankjörstaðaatkvæði við Laugardalshöll. mbl.is/Golli

Alls eru 232.539 á kjör­skrá fyr­ir Ices­a­ve-kosn­ing­arn­ar í dag. Kon­ur eru ei­lítið fleiri en karl­ar eða 116.656 á móti 115.883. At­hygli vek­ur að kjós­end­um sem hafa lög­heim­ili er­lend­is hef­ur fjölgað um hátt í 17% frá alþing­is­kosn­ing­un­um 2009.

Fjallað er um hina tölu­legu hlið kos­ing­anna á vef Þjóðskrár Íslands en þar seg­ir að kjós­end­um á kjör­skrá hafi fjölgað um 4.696 frá alþing­is­kosn­ing­un­um, eða um 2,1%. En við alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009 voru 227.843 á kjör­skrá.

Fjallað er um fjölg­un ís­lenskra kjós­enda með lög­heim­ili er­lend­is á vef Þjóðskrár. 

„Kjós­end­ur með lög­heim­ili er­lend­is eru 11.608 eða 5,0% kjós­enda­töl­unn­ar og hef­ur þeim fjölgað um 1.667 frá síðustu alþing­is­kosn­ing­um eða um 16,8%.  Kjós­end­um með lög­heim­ili hér á landi fjölg­ar um 3.029 eða 1,4%. Þeir sem vegna ald­urs fá nú að kjósa í fyrsta sinn frá alþing­is­kosn­ing­un­um 2009 eru 9.173 eða 3,9% af kjós­enda­töl­unni.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert