Flogið með kjörkassa frá Eyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Flogið verður með kjörkassa úr Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, þegar kjörstaðir loka klukkan tíu í kvöld. Ekkert hefur verið flogið milli lands og Eyja það sem af er degi, en svo virðist sem það sé að létta til.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn Suðurkjördæmis verður flogið til Reykjavíkur og þaðan ekið með kjörkassana til Selfoss, þar sem atkvæði kjördæmisins verða talin. Áætlað er að kjörkassarnir frá Eyjum muni berast um miðnætti til Selfoss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert