Fólk streymir á kjörstað

Allt stefn­ir í ágæta þátt­töku í Ices­a­ve-kosn­ing­unni í dag en klukk­an 12.00 á há­degi höfðu 12,21% kjós­enda í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður greitt at­kvæði, eða rúm­lega 3% fleiri en í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni fyrra. Höfðu alls 5.428 greitt at­kvæði klukk­an 12.00.

Þannig höfðu 8,93% kjós­enda greitt at­kvæði klukk­an 12.00 í kjör­dæm­inu á sama tíma í Ices­a­ve-kosn­ing­unni 6. mars 2010 en til sam­an­b­urðar höfðu 13,69% kjós­enda kosið klukk­an 12.00 í kjör­dæm­inu í þing­kosn­ing­un­um 2009.

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður höfðu 4.879 kosið eða 10,96% en þátt­tak­an var 7,97% 6. mars 2010. Til sam­an­b­urðar höfðu 13,08% kosið á sama tíma í þing­kosn­ing­un­um 2009.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi var kjör­sókn­in um það bil 12,2% klukk­an 12.00 á há­degi en starfs­menn á kjörstað höfðu sam­an­b­urðartöl­ur frá síðustu árum ekki við hönd­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert