Funda strax eftir helgi

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að aðilar vinnumarkaðarins muni hittast strax á mánudaginn og ræða stöðu mála, verði Icesave lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eins og allt bendir til.

„Annars hef ég lítið um þetta að segja á þessari stundu, “sagði Vilhjálmur í samtali við mbl.is þegar tölur höfðu borist úr öllum kjördæmum á tólfta tímanum.

Vilhjálmur hefur látið í ljós þá skoðun sína að tafir á því að ganga frá  Icesave, hafi haft áhrif á lánagreiðslur, lánshæfismat, endurfjármögnun bankakerfisins og atvinnulífið í heild.

„Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart, kannanir bentu til þess að þetta yrði niðurstaðan. En nú þarf vinnumarkaðurinn að ráða ráðum sínum.“



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert