Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, greiddi atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag.
Fram kemur á vef Vísis, að Jóhanna hafi kosið í Hagaskóla um klukkan 13. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, greiddi atkvæði utan kjörfundar í vikunni.
Á Facebook-síðu sinni sagði Jóhanna nú fyrir nokkrum mínútum, að í hennar huga sé valið í Icesave afar skýrt.
„JÁ við samningaleiðinni
lágmarkar áhættu Íslands. JÁ lágmarkar kostnað Íslands. JÁ lágmarkar
óvissuna í endurreisnarferli Íslands og JÁ veitir atvinnulífi,
sveitarfélögum og stjórnvöldum forsendur til að ráðast í auknar
fjárfestingar og fjölgun atvinnutækifæra. JÁ við samningaleiðinni skapar
sátt við alþjóðasamfélagið og eykur traust á efnahag Íslands. Ég segi
JÁ!" skrifar hún.