Jóhanna búin að kjósa

Jóhanna Sigurðardóttir greiðir atkvæði í Hagaskóla í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir greiðir atkvæði í Hagaskóla í dag. Reuters

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, greiddi at­kvæði í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in í dag.

Fram kem­ur á vef Vís­is, að Jó­hanna hafi kosið í Haga­skóla um klukk­an 13. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, greiddi at­kvæði utan kjör­fund­ar í vik­unni.

Á Face­book-síðu sinni sagði Jó­hanna nú fyr­ir nokkr­um mín­út­um, að í henn­ar huga sé valið í Ices­a­ve afar skýrt.

„JÁ við samn­inga­leiðinni lág­mark­ar áhættu Íslands. JÁ lág­mark­ar kostnað Íslands. JÁ lág­mark­ar óviss­una í end­ur­reisn­ar­ferli Íslands og JÁ veit­ir at­vinnu­lífi, sveit­ar­fé­lög­um og stjórn­völd­um for­send­ur til að ráðast í aukn­ar fjár­fest­ing­ar og fjölg­un at­vinnu­tæki­færa. JÁ við samn­inga­leiðinni skap­ar sátt við alþjóðasam­fé­lagið og eyk­ur traust á efna­hag Íslands. Ég segi JÁ!" skrif­ar hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert