Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF mbl.is/Kristinn

Til alvarlegrar skoðunar er að lífeyrissjóðir fjármagni skuldabréf sem notað yrði til kaupa á þyrlu, sem aftur yrði leigð Landhelgisgæslunni, sem glímir við mikinn tækjaskort.

Með þessu móti væri hægt að tryggja lægri vaxtakjör en líklegt er að fengjust annars staðar, og ríkið gæti sömuleiðis sparað sér gjaldeyri.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lífeyrissjóðir hafi tekið vel í hugmyndina, sem er áþekk þeim sem reifaðar hafa verið í tengslum við vegaframkvæmdir „framhjá“ fjárlögum, og hún verið kynnt í innanríkisráðuneytinu. Verðmiðinn á einni þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna er að líkindum ekki undir sex milljörðum króna og því gæti sparnaðurinn hlaupið á háum fjárhæðum.

Á fundi ríkisstjórnarinnar næstkomandi þriðjudag mun Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra leggja fram tillögur að skipan þyrluflota gæslunnar næstu sex til níu árin, en hana vantar tvær þyrlur til viðbótar til þess að geta sinnt leitar- og björgunarhlutverki sínu sem skyldi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert