Mjög mikill kjörsókn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á kjörstað á Álftanesi …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á kjörstað á Álftanesi laust eftir kl. 11.00 í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Klukkan 11.00 í morgun höfðu 3.223 kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður en það jafngildir 7,25% kjörsókn. Til samanburðar var kjörsókn á sama tíma fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars 2010 4.62%.

Þá höfðu 8,14% kjósenda greitt atkvæði í kjördæminu á sama tíma í alþingiskosningunum í apríl 2009.

Jafngildir þetta því að þátttakan sé 89% af kjörsókninni vegna síðustu þingkosninga en alls greiddu þá 187.180 kjósendur atkvæði.

Gangi þetta eftir munu því að 166.714 muni greiða atkvæði en utankjörstaðaatkvæði eru ekki talin með. Ber því að taka þessum útreikningi með fyrirvara.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 6,33% kjósenda greitt atkvæði eða alls 2.818. Utankjörstaðaatkvæði eru ekki meðtalin. Hefst talning klukkan 22.01. Verða fyrstu tölur lesnar upp rétt upp úr klukkan 23.00 í kvöld. 

Í Suðvesturkjördæmi höfðu 7,3% kjósenda kosið klukkan 11.00, eða alls 4.397 kjósendur, en til samanburðar höfðu 4,9% kjósenda kosið vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á sama tíma í fyrra.

Fyrstu tölur frá Suðvesturkjördæmi verða lesnar upp klukkan 23.00 frá Kaplakrika í Hafnarfirði. Á kjörskrá eru 60.570 manns en þar var kjörsókn fyrir alþingiskosningarnar 2009 7,9% klukkan 11.00 á kjördag, 7,5% fyrir þingkosningarnar 2007 og 9,1% fyrir kosningarnar 2003.

Þá kemur fram á vef Kópavogsbæjar að kjörsókn klukkan 11.00 hafi verið 7,3% en það er enn ein vísbending um að kjörsókn verði með ágætum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert