Mjög mikill kjörsókn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á kjörstað á Álftanesi …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mætti á kjörstað á Álftanesi laust eftir kl. 11.00 í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Klukk­an 11.00 í morg­un höfðu 3.223 kosið í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður en það jafn­gild­ir 7,25% kjör­sókn. Til sam­an­b­urðar var kjör­sókn á sama tíma fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna 6. mars 2010 4.62%.

Þá höfðu 8,14% kjós­enda greitt at­kvæði í kjör­dæm­inu á sama tíma í alþing­is­kosn­ing­un­um í apríl 2009.

Jafn­gild­ir þetta því að þátt­tak­an sé 89% af kjör­sókn­inni vegna síðustu þing­kosn­inga en alls greiddu þá 187.180 kjós­end­ur at­kvæði.

Gangi þetta eft­ir munu því að 166.714 muni greiða at­kvæði en utan­kjörstaðaat­kvæði eru ekki tal­in með. Ber því að taka þess­um út­reikn­ingi með fyr­ir­vara.

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður höfðu 6,33% kjós­enda greitt at­kvæði eða alls 2.818. Utan­kjörstaðaat­kvæði eru ekki meðtal­in. Hefst taln­ing klukk­an 22.01. Verða fyrstu töl­ur lesn­ar upp rétt upp úr klukk­an 23.00 í kvöld. 

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi höfðu 7,3% kjós­enda kosið klukk­an 11.00, eða alls 4.397 kjós­end­ur, en til sam­an­b­urðar höfðu 4,9% kjós­enda kosið vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um Ices­a­ve á sama tíma í fyrra.

Fyrstu töl­ur frá Suðvest­ur­kjör­dæmi verða lesn­ar upp klukk­an 23.00 frá Kaplakrika í Hafnar­f­irði. Á kjör­skrá eru 60.570 manns en þar var kjör­sókn fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009 7,9% klukk­an 11.00 á kjör­dag, 7,5% fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar 2007 og 9,1% fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2003.

Þá kem­ur fram á vef Kópa­vogs­bæj­ar að kjör­sókn klukk­an 11.00 hafi verið 7,3% en það er enn ein vís­bend­ing um að kjör­sókn verði með ágæt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert