Stefnir í mikla kosningaþátttöku

Frá kjörfundi í Laugardalshöll í gærkvöldi.
Frá kjörfundi í Laugardalshöll í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Óvenjumargir höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þegar kjörstöðum var lokað klukkan tíu í gærkvöldi, miðað við í undanförnum kosningum.

Alls höfðu 24.409 greitt atkvæði, þar af um fimmtán þúsund í Laugardalshöllinni. Stöðugur straumur kjósenda var í Höllina í gær allt til lokunar, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins segir að 5% kjósenda, 11.608, hafi lögheimili erlendis en athygli vekur að þeim hefur fjölgað um 1.667 frá síðustu alþingiskosningum eða um 16,8%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert