Fjármálaráðuneytið hefur boðað til blaðamannafundar í Þjóðmenningarhúsinu klukkan ellefu í fyrramálið til að ræða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave.
Í fundarboðið ráðuneytisins segir að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, ætli að „hitta blaðamenn til að ræða væntanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um svokallaða Icesave-samninga“.
Fleira kemur ekki fram í fundarboðinu, en svo virðist vera sem Steingrímur ætli að halda fundinn einn síns liðs.