Talsvert meiri kjörsókn nú

Talsvert fleiri höfðu kosið klukkan 17.00 í dag en á …
Talsvert fleiri höfðu kosið klukkan 17.00 í dag en á sama tíma í fyrri Icesavekosningunni 2010.

Kjörsókn á höfuðborgarsvæðinu var orðin talsvert meiri klukkan 17.00 í dag en á sömu stundu í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave árið 2010. 

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi kl. 17:00 var orðin 44,2%. Þá höfðu 26.800 manns kosið í kjördæminu. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2010 höfðu 24.725 kosið  á sama tíma eða 41,7%. Í Alþingiskosningum 2009 höfðu  30.029  kosið eða 51,6%.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður hafði 18.001 kosið klukkan 17.00 eða 40,43%. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 2010  höfðu 15.818 kosið á sama tíma eða 35,96%. Í alþingiskosningunum 2009 höfðu 21.881 kosið klukkan 17.00 eða 49,99%

Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 19.324 kosið klukkan 17.00 eða 43,46%. Í Icesave kosningunni 2010 höfðu 17.323 kosið klukkan 17.00 eða 39,33%. Í Alþingiskosningunum 2009 höfðu 22.850 kosið eða 52,23%.

Á Akureyri höfðu 5601 kosið klukkan 17:00 síðdegis, eða tæp 43%. Það er meira en á sama tíma í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, sem þá var 39,9%. Hins vegar höfðu fleiri kosið á sama tíma í síðustu alþingiskosningum eða um 47,6%.

Í Norðurþingi hafa 46,92% kosið af þeim sem eru á kjörskrá. Flestar kjördeildir Norðurþings loka klukkan 18 nema í Húsavík.

Kjörsókn hefur dvínað nokkuð í Suðurkjördæmi það sem af er degi, eftir kröftuga byrjun. Klukkan 17 höfðu 15.024 kosið  eða 45,59% af þeim sem eru á kjörskrá.

Klukkan 18 í kvöld  höfðu 11.394 kosið í Norðvesturkjördæmi eða um 53,46%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert