Þungur bensínfóturinn fyrir norðan

Höfnin í Húsavík.
Höfnin í Húsavík. mbl.is/GSH

Sjö voru teknir fyrir of hraðan akstur í Ljósavatnsskarði í gær. Sá sem hraðast ók var á 132 km hraða, að sögn lögreglunnar á Húsavík. Sá sem næstur kom var á 124 km hraða en lögreglan segir að menn hafi ekið óvenju hratt í gær.

Sagði lögreglan vorbrag á aksturslaginu en hún brýnir fyrir ökumönnum að virða hámarkshraða á þjóðvegum landsins.

Mikið er um að vera á Húsavík en þar stendur nú meðal annars yfir handboltamót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert