Varar Íslendinga við

Frá Laugavegi.
Frá Laugavegi. Rax / Ragnar Axelsson

„Íslend­ing­ar munu greiða at­kvæði um hvort ára­tug­ir fá­tækt­ar, gjaldþrota og fólks­flótta taki við í hag­kerf­inu,“ skrif­ar Michael Hudson, pró­fess­or í hag­fræði við Uni­versity of Mis­souri, um Ices­a­ve-deil­una á vef­inn Global Rese­arch í dag.

Hudson lít­ur svo á að upp­gjöf fel­ist í þeirri af­stöðu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og hluta þing­flokks VG að samþykkja beri samn­ing­inn. Hann tel­ur jafn­framt að nú sé verið að fram­kvæma „grimmi­lega“ til­raun á Íslend­ing­um þar sem reynt er að kom­ast að því hversu „vilj­ug­ur al­menn­ing­ur sé til að borga fyr­ir það sem hann skuld­ar ekki í raun vegna þess sem inn­herj­ar í bönk­um hafa stolið eða lánað sér sjálf­ir“.

Hann tel­ur samþykkt Ices­a­ve-samn­ings­ins setja slæmt for­dæmi um alla Evr­ópu en skuldakreppa margra ríkja er sem kunn­ugt er stærsta ein­staka viðfangs­efni Evr­ópu­sam­bands­ins og sautján ríkja evru­svæðis­ins.

„Hin efna­hags­lega upp­gjafa­st­efna þeirra ljær fylgi við mála­fylgju Evr­ópska seðlabank­ans um af­nám reglu­verks í anda ný­frjáls­hyggju sem leiddi til fast­eigna­bólu og skulda­vafn­inga líkt og um mik­inn ár­ang­ur væri að ræða frem­ur en að vísa veg­inn til glím­unn­ar við þjóðarskuld­ir,“ skrif­ar Hudson í ít­ar­legri grein sem má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert