Veldur miklum vonbrigðum

Atkvæði talin í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld.
Atkvæði talin í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði í Sjón­varps­sal að fyrstu töl­ur, sem birt­ar hafa verið úr þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in valdi vissu­lega mikl­um von­brigðum. 

Sam­kvæmt töl­um, sem birt­ar hafa verið úr fjór­um kjör­dæm­um, sögðu 62% nei en 38% já.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði að þetta væri meiri mun­ur en hann hefði átt von á en hann hefði verið dauðhrædd­ur um það all­an tím­ann, að þetta mál myndi tap­ast.

„Þetta var erfitt mál, það er til svo mik­ils mælst að fólk samþykki ófögnuð af þessu tagi," sagði Stein­grím­ur.  

„Það er greini­legt að þjóðin er á móti því að leiða þetta mál til lykta á grund­velli samn­ings," sagði Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.  Hann sagðist hafa haft þá af­stöðu í mál­inu að fylgja sann­fær­ingu sinni en hann hefði viljað að þjóðin fengi að hafa síðasta orðið. „Þetta snýst ekki um mig," sagði hann.

„Það skipt­ir veru­legu máli hve af­ger­andi niðurstaðan er," sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann sagði að Íslend­ing­ar væru prinsip­menn og ekki væri hægt að hræða þá til niður­stöðu.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, sagði að þess­ar töl­ur væru svipaðar og hún hefði bú­ist við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert