Vitnar um veika forystu

Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.

Skort­ur á af­drátt­ar­lausri mála­fylgju í Ices­a­ve-kosn­ing­unni af hálfu for­ystu­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar vitn­ar um veika stöðu þeirra, að mati dr. Stef­an­íu Óskars­dótt­ur stjórn­mála­fræðings. Hún seg­ir skort á mála­fylgju for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins einnig hafa veikt já-hliðina.

En hún sé kannski skilj­an­leg í ljósi þess hve lít­ils stuðnings já-hliðin virðist hafa meðal stuðnings­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Aðspurð um vís­bend­ing­ar um góða kosn­ingaþátt­töku kveðst Stef­an­ía vita um fjölda fólks sem hafi gert ráðstaf­an­ir til að geta greitt utan­kjörstaðaat­kvæði.

„Góð kjör­sókn bend­ir til þess að fólk læt­ur sig málið varða. Það er til dæm­is frá­brugðið stjórn­lagaþings­kosn­ing­un­um þar sem þátt­tak­an var lít­il.“

- Hvað skýr­ir góða þátt­töku?

„Það hafa greini­lega flest­ir skoðanir á mál­inu og ætla að kjósa. Fólki finnst þetta skipta máli. Mér finnst það vera já­kvætt. Í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í fyrra var þokka­lega góð þátt­taka þrátt fyr­ir að Stein­grím­ur [J. Sig­fús­son] og Jó­hanna [Sig­urðardótt­ir] segðu kosn­ing­una mark­lausa.

Núna hef­ur hins veg­ar verið rek­in mjög góð kosn­inga­bar­átta á báða bóga, myndi ég segja. Auðvitað er sumt áróðurs­kennt en margt hef­ur hins veg­ar verið líka verið mjög upp­lýs­andi. Þá má merkja ýms­ar nýj­ung­ar í kosn­inga­bar­átt­unni,“ seg­ir Stef­an­ía og vís­ar t.d. til óvenju­legra aug­lýs­inga.

„Við höf­um fram að þessu ekki van­ist nei­kvæðum aug­lýs­ing­um í kosn­inga­bar­áttu. Mér finnst þetta líka hafa verið vel skipu­lagt. Þá hafa nýir ein­stak­ling­ar komið fram á sjón­ar­sviðið úr já- og nei-hópn­um sem eiga ef til vill eft­ir að láta að sér kveða í stjórn­mál­un­um.“

Lítið borið á stjórn­mála­mönn­um

Stef­an­ía vík­ur næst að kjörn­um full­trú­um á alþingi.

„Annað sem er óvenju­legt við þessa kosn­inga­bar­áttu er að stjórn­mála­menn­irn­ir hafa nær al­ger­lega haldið að sér hönd­um. Þeir hafa ekki beitt sér. Það vek­ur at­hygli í svona mik­il­vægu máli.“

- Hvað með þátt Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra?

„Ég held að það sé mik­il­vægt fyr­ir leiðtoga að veita leiðsögn. Um leið og það lá ljóst fyr­ir að þetta myndi fara í þjóðar­at­kvæði var mik­il­vægt að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar beittu sér í mál­inu enda halda þau því fram að mjög mik­il­vægt sé fyr­ir efna­hags­lega framtíð lands­ins að samþykkja samn­ing­inn.

Því er það ábyrgðarlaust að beita sér ekki fyr­ir því að málið sé samþykkt í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. En þessi taktík helg­ast af tvennu. Í fyrsta lagi von­ast þau til þess að niðurstaða kosn­ing­anna breyti engu um stjórn­ar­sam­starfið. Og í öðru lagi ótt­ast þau að það veiki málstaðinn. Því eft­ir­láta þau öðrum að tala máli rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

- Hvað finnst þér um þessa áhættu­fælni leiðtog­anna í mál­inu?

„Þetta er aug­ljóst veik­leika­merki, að þau skuli ekki beita sér í máli sem þau telja jafn mik­il­vægt fyr­ir hags­muni þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Stef­an­ía.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert