Eftir að talin hafa verið 9973 atkvæði í Suðurkjördæmi er skiptingin þannig að já sögðu 2805 eða rúmlega 28%, nei hafa sagt 7064, eða nærri 71%, auðir seðlar eru 84 og ógildir 20.
Þessar tölur eru úr helstu þéttbýliskjörnunum, utan Vestmannaeyja, en talning atkvæða úr Eyjum hófst um kl. hálf eitt.