Ljóst er að Icesave-samningurinn var felldur af meirihluta kjósenda eða nærri 60% í öllum kjördæmum landsins. Talning atkvæða stóð í alla nótt og jókst munurinn frekar þegar leið á nóttina. Nú liggja fyrir tölur úr öllum kjördæmum.
Fyrstu tölur bentu til þess að meirihluti væri fylgjandi Icesave í Reykjavík suður, en svo reyndist ekki vera. Niðurstaðan í Reykjavíkurkjördæmi suður varð sú að já sögðu 45,7% en nei sögðu 54,3%. Kjörsókn var 75,3%.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður sögðu já 46,7% en nei sögðu 53,3%.
Í Suðurkjördæmi sögðu 27,1% já en 72,9% sögðu nei.
Í Suðvesturkjördæmi sögðu 41,6% já en 58,4% sögðu nei.
Í Norðausturkjördæmi sögðu 37,8% já en 62,2% sögðu nei.
Í Norðvesturkjördæmi sögðu 34,6% já en 63,9% nei.
Hér er stuðst við niðurstöður eins og þær birtust í fréttum Ríkisútvarpsins.
Uppfært kl. 08.05