Borðið endaði í bílrúðunni

mynd/Valdimar Axelsson

Borð fauk um Salahverfi í Kópavogi í óveðrinu í dag og endaði inni í framrúðu á sendibíl sem stóð við Rjúpnasali.

Mjög hvasst var á suðvesturhorni landsins í dag. Einna verst var veðrið á Suðurnesjum, en 300- 400 tilkynningar bárust til lögreglu, þar af um 140 á Suðurnesjum.

Kalla þurfti til björgunarsveitir utan svæðisins til að ráða við ástandið, en um 200 björgunarsveitarmenn voru að störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert