Borgarfjarðarbrú opnuð

Borgarfjarðarbrú er nú aftur opin fyrir umferð.
Borgarfjarðarbrú er nú aftur opin fyrir umferð.

Búið er að opna Borg­ar­fjarðar­brúna. Lokað er enn um Bröttu­brekku og Holta­vörðuheiði. Ófært er vegna veðurs á norðan­verðu Snæ­fellsnesi, að sögn Vega­gerðar­inn­ar.

Óveður er á öllu Suðvest­an­verðu land­inu og mjög slæmt ferðarveður. Á Suður- og Vest­ur­landi eru veg­ir greiðfær­ir. Vegna bil­un­ar í sím­kerfi skil­ar veður­skilti á Kjal­ar­nesi ekki rétt­um upp­lýs­ing­um.

Á Vest­fjörðum er óveður og hálku­blett­ir á Þrösk­uld­um og snjóþekja og élja­gang­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði. Hálku­blett­ir eru víða á heiðum.

Snóþekja er á Öxna­dals­heiði ann­ars er geiðfært er á Norður­landi. Á Aust­ur­landi eru hálku­blett­ir á Öxi en ann­ars greiðfært. Á Suðaust­ur­landi eru veg­ir greiðfær­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka