Búið er að opna Borgarfjarðarbrúna. Lokað er enn um Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Ófært er vegna veðurs á norðanverðu Snæfellsnesi, að sögn Vegagerðarinnar.
Óveður er á öllu Suðvestanverðu landinu og mjög slæmt ferðarveður. Á Suður- og Vesturlandi eru vegir greiðfærir. Vegna bilunar í símkerfi skilar veðurskilti á Kjalarnesi ekki réttum upplýsingum.
Á Vestfjörðum er óveður og hálkublettir á Þröskuldum og snjóþekja og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði. Hálkublettir eru víða á heiðum.
Snóþekja er á Öxnadalsheiði annars er geiðfært er á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir á Öxi en annars greiðfært. Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.