Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að niðurstaðan þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær muni hvorki hafa áhrif á umsókn Íslands um aðild að ESB né samband Íslands við AGS. Næsta skref sé að svara áminningarbréfi frá Eftirlitstofnun EFTA frá 26. maí síðastliðnum.
Steingrímur var spurður að því hvort að ekki væri tilefni til þess að boða til Alþingiskosninga, í ljósi þess að íslenska þjóðin hafi nú tvisvar sinnum hafnað lögum frá Alþingi á rúmu ári. Ráðherrann sagði ekkert sérstakt við niðurstöðuna kalla á kosningar.