Farþegarnir komnir í land

Farþegar biðu um borð í flugvélunum á meðan óveðrið gekk …
Farþegar biðu um borð í flugvélunum á meðan óveðrið gekk yfir. Víkurfréttir

Flugfarþegar eru nú allir komnir frá borði flugvéla sem biðu af sér óveður á flughlöðum Keflavíkurflugvallar í dag. Vegna óveðursins var hvorki hægt að opna dyr á flugvélunum né heldur leggja þeim upp að rönum flugstöðvarinnar fyrr en lægði.

Sjö flugvélar Icelandair þurftu að bíða af sér óveðrið í Keflavík, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa. Um borð í flugvélunum voru samtals um 1.000 manns.

Ein flugvél á vegum Iceland Express beið einnig á flugvellinum og um borð í henni voru um 150 farþegar.

Flugvél SAS sem átti að lenda í Keflavík lenti þess í stað á Egilsstöðum, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Isavia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert