„Gott hjá Íslendingum“

Lesendur spænsks dagblaðs lýstu ánægju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Lesendur spænsks dagblaðs lýstu ánægju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Reuters

Lesendur spænska blaðsis El Pais, sem tjáðu sig um frétt um úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. lýstu flestir yfir ánægju sinni með niðurstöðuna. Í morgun höfðu hátt á fjórða hundrað lesenda skrifað athugasemdir við fréttina.

Margir lýsa óánægju sinni með hvernig alþjóðleg bankastarfsemi hefur þróast. Lesendur benda t.d. á dæmi frá Argentínu þar sem fólk tapaði öllum innistæðum  í útibúum erlendra banka, án þess að fá neinar bætur.

Annar lesandi segir: „Gott hjá Íslendingum. Nú er bara að sjá hvort meginland Evrópu lærir af þessu.“

Frétt og athugasemdir í El País

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert