Hættið að tala niður íslenskt atvinnulíf

00:00
00:00

„Ég segi í fullri al­vöru við for­ustu­menn í sam­tök­um ís­lensks at­vinnu­lífs: Hættið að tala niður ís­lenskt at­vinnu­líf," sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum í dag.

„Farið og segið unga fólk­inu og ís­lensku þjóðinni frá allri upp­bygg­ing­unni, sem er í ís­lensku at­vinnu­lífi. Lýsið því á hverju degi hvað er verið að gera í hverju fyr­ir­tæk­inu á fæt­ur öðru og að gríðarleg­ur fjöldi fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, ferðaþjón­ustu, há­tækni, upp­lýs­inga­tækni og öðrum grein­um hef­ur á síðustu tveim­ur árum verið að upp­lifa ein sín bestu ár. Því það er mikið hættu­spil að halda þeirri röngu mynd að ís­lensku fólki að hér sé ekk­ert að ger­ast," sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Hann sagði, að mun meira væri að ger­ast í upp­bygg­ingu og fjár­fest­ingu í ís­lensku at­vinnu­lífi en víða ann­arstaðar. 

Ólafur Ragnar Grímsson greiðir atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son greiðir at­kvæði í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í gær. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert