Heillaóskir til Íslendinga

Atkvæðin talin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Atkvæðin talin í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. mbl.is/Sigmundur

Fólk sem rekur Gistiheimilið Lily í Kópavogi fékk í dag tölvupóst frá kanadískum manni sem það þekkir ekki neitt. Hann kveðst hafa leitað leiða til að óska Íslendingum með þjóðaratkvæðagreiðsluna og fundið tölvupóstfang gistiheimilisins.

Skeytið er svohljóðandi í íslenskri þýðingu:

„Ég var að leita leiða til að óska íslensku þjóðinni til hamingju með ákvörðun hennar um að neita að borga alþjóðlegum „banksterum“ (ránbankamönnum).

Tölvupóstfangið ykkar er eina íslenska tölvupóstfangið sem ég fann.

Ég veit ekki um persónulegar skoðanir ykkar, en við hvetja Íslendinga til að standa á sínu og vera skínandi fyrirmynd hinum vestræna heimi um hvernig á að eiga við glæpsamlegt athæfi þessara banka.

Það er ólíklegt að ég heimsæki Ísland, en ég skoða gistiheimilið ykkar ábyggilega betur ef ég geri það.“

Undir þetta skrifar maður sem býr í Abbotsford í Kanada.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert