Hvatning fyrir stjórnvöld

00:00
00:00

Advice-hóp­ur­inn, sem mælti gegn samþykkt Ices­a­ve-lag­anna í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar í gær, skor­ar á stjórn­völd að halda uppi vörn­um í deil­unni við Breta og Hol­lend­inga og seg­ir að niðurstaða kosn­ing­anna sé hvatn­ing til þess.

Full­trú­ar hóps­ins neita því að þjóðin sé klof­in eft­ir kosn­ing­arn­ar og segja úr­slit­in af­ger­andi.

Advice boðaði til blaðamanna­fund­ar í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu klukk­an 10.00 í morg­un. Þar kom fram að hóp­ur­inn hyggst blanda sér áfram í umræðuna um Ices­a­ve. Aðspurðir hvort hóp­ur­inn ætlaði sér frek­ari land­vinn­inga í póli­tík svöruðu full­trú­ar hóps­ins neit­andi.

Hóp­ur­inn þakkaði for­seta Íslands, Sam­stöðu-hópn­um og þeim sem aðstoðuðu við kosn­inga­bar­átt­una á fund­in­um. Hóp­ur­inn fagnaði því að þjóðin hefði fengið taka upp­lýsta ákvörðun. Advice birti fjölda aug­lýs­inga í aðdrag­anda kosn­ing­anna. Full­trú­arn­ir voru spurðir hver stæði kostnað af þeim aug­lýs­ing­um og svöruðu á þá leið að ein­stak­ling­ar hefðu fjár­magnað bar­átt­una al­farið með frjáls­um fram­lög­um. Alls hafi um sjö til átta millj­ón­ir safn­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka