Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum í Þjóðmenningarhúsinu í dag, að Ísland muni ekki lenda í erfiðleikum með að greiða af erlendum skuldum þótt Icesave-samkomulaginu hafi verið hafnað í gær.
„Íslenska ríkið mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að greiða skuldir sínar," sagði Steingrímur. „Gjaldeyrisforðinn nægir fullkomlega fyrir afborgunum á næstu árum.