Jón: Eykur á einangrun Íslands

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Júlíus Sigurjónsson

Þrengja mun að aðgangi að lánsfé á erlendum mörkuðum og einangrun Íslands aukast vegna útkomu Icesave-kosninganna á laugardag, að sögn Jóns Daníelssonar, hagfræðings hjá London School of Economics, sem ræddi niðurstöðuna í samtali við breska útvarpið, BBC.

„Ísland mun líklega horfa fram á að lánshæfismatið verður fært niður. Aðgangur að erlendu lánsfé mun þrengjast og dýpka enn á einangrun landsins. Líklegt er að íslensk fyrirtæki muni flytja höfuðstöðvar sínar úr landi,“ sagði Jón í lauslegri þýðingu á íslensku en viðtalið fór fram á ensku.

Viðtalið er hluti af stuttu myndskeiði sem má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert