Þung umferð er um Húnavatnssýslur, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Margir foreldrar hafa hringt í dag og haft áhyggjur af börnum sínum sem eru á heimleið eftir Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri.
Lögreglan sagði að svo virtist sem sumir héldu að Holtavörðuheiði væri lokuð. Þar er hvasst og koma rigningarhryðjur en heiðin er opin og fær, að sögn lögreglunnar.