„Mikilvægt er að eyða nú, eins og kostur er, þeirri óvissu sem niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar óhjákvæmilega skapar,“ segir í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin hefur sent frá sér.
„Ríkisstjórnin mun eiga viðræður um stöðuna við formenn stjórnarandstöðuflokkanna, samtök launafólks og atvinnurekenda í tengslum við stöðu kjaraviðræðna og vinna náið með Seðlabankanum.
Einnig verða viðræður við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og samstarfsþjóðirnar, hin Norðurlöndin og Pólland, til að freista þess að tryggja hnökralausa framvindu efnahagsáætlunarinnar.“
Þá segir í yfirlýsingunni, að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær hafi
ekki áhrif á skipti bús Landsbanka Íslands hf., sem fari fram á
grundvelli íslenskra laga. „Væntingar standa til þess að úthlutun úr
búinu hefjist í sumar og eru góðar líkur á að eignir búsins muni að lang
mestu eða öllu leyti duga fyrir forgangskröfum vegna Icesave."