Mikilvægt að eyða óvissu

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg Jim Smart

„Mik­il­vægt er að eyða nú, eins og kost­ur er, þeirri óvissu sem niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar óhjá­kvæmi­lega skap­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem rík­is­stjórn­in hef­ur sent frá sér.

„Rík­is­stjórn­in mun eiga viðræður um stöðuna við for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna, sam­tök launa­fólks og at­vinnu­rek­enda í tengsl­um við stöðu kjaraviðræðna og vinna náið með Seðlabank­an­um. 

Einnig verða viðræður við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn og sam­starfsþjóðirn­ar, hin Norður­lönd­in og Pól­land, til að freista þess að tryggja hnökra­lausa fram­vindu efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar.“ 

Þá seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar í gær hafi ekki áhrif á skipti bús Lands­banka Íslands hf., sem fari fram á grund­velli ís­lenskra laga. „Vænt­ing­ar standa til þess að út­hlut­un úr bú­inu hefj­ist í sum­ar og eru góðar lík­ur á að eign­ir bús­ins muni að lang mestu eða öllu leyti duga fyr­ir for­gangs­kröf­um vegna Ices­a­ve."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka