Nei fékk tæp 60% atkvæða

Tæp 60% kjósenda merktu við nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Tæp 60% kjósenda merktu við nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni. mbl.is/Golli

Rétt tæp 60% kjósenda merktu við Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær en um 40% við já. Kjörsókn yfir landið var nálægt 75%. Andstaðan við Icesave var áberandi meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. 

Nei atkvæðin voru hlutfallslega langflest í Suðurkjördæmi en þar voru þau tæplega 73% atkvæða og já-in rúm 27%.

Já naut mests fylgis í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem um 46,7% merktu við já en um 53,3% merktu við nei.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður sögðu  um 45,7% já en um 54,3% nei. Í Suðvesturkjördæmi kusu um 41,6% já en 58,4% við nei. Í Norðvesturkjördæmi kusu um 34.6% já en um 63,9% nei. Í Norðausturkjördæmi völdu um 37,8% já en 62,2% nei. 

Þessar niðurstöður eru bráðabirgðatölur og byggjast á upplýsingum sem birtar voru eftir talningar í kjördæmunum. Eftir er að taka tillit til vafaatkvæða og kæra ef einhverjar eru. Landskjörstjórn mun gefa út endanlega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þegar hún liggur fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert