Niðurstaðan má ekki sundra

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína.
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum, að niðurstaðan í Ices­a­ve-kosn­ing­unni í gær mætti ekki sundra þjóðinni því brýnna væri nú en nokkru sinni að þjóðin standi sam­an. 

Á fund­in­um las Ólaf­ur Ragn­ar upp yf­ir­lýs­ingu, sem hann birti vegna niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar í gær og sagði m.a. að at­kvæðagreiðslurn­ar um Ices­a­ve-lög­in hefðu fært ís­lensku þjóðinni sjálfs­traustið á ný. Á kom­andi tím­um væri mik­il­vægt, að halda hátt á loft málstað þjóðar­inn­ar í hinni alþjóðlegu umræðu, flytja sterk rök ein­um rómi.

Ólaf­ur Ragn­ar sagði, að rök Íslend­inga væru mjög sterk. „Halda menn, að Fin­ancial Times og Wall Street Journal, sem á hverj­um degi eru að gera upp við sig hvaða skoðun þess­ir áhrifa­rík­ustu fjöl­miðlar í alþjóðlegu viðskipta­lífi eiga að hafa á ein­stök­um mál­um, væru að lýsa ein­dregn­um stuðningi við málstað Íslend­inga ef það væru ekki rík efn­is­leg rök til þess?" spurði Ólaf­ur Ragn­ar.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir Ólaf­ur, að þrátt fyr­ir niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar nú sé eðli Ices­a­ve-máls­ins á þann veg, að rík­is­sjóðir Bret­lands og Hol­lands muni fá gríðarleg­ar fjár­hæðir í sinn hlut úr þrota­búi Lands­bank­ans og muni fyrstu greiðslurn­ar hefjast inn­an fárra mánaða. Alls gætu þess­ar greiðslur til Breta og Hol­lend­inga numið rúm­lega 1000 millj­örðum króna. Því sé rangt að full­yrða, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fái ekk­ert í sinn hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert