Sigmundur sterkari, veik staða Bjarna

Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.

Niðurstaða Ices­a­ve þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar styrk­ir stöðu Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar í for­manns­stóli Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Að sama skapi veik­ir niðurstaðan stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Átaka­tím­ar eru framund­an inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta seg­ir Stef­an­ía Óskars­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur.

„Lík­lega mun rík­is­stjórn­in sitja sem fast­ast með sinn tveggja manna meiri­hluta. En það eru átaka­tím­ar framund­an inn­an stjórn­ar­inn­ar. Ices­a­ve málið er sam­tengt inn­göngu okk­ar í ESB og nú erum við að fara lengra inn í samn­inga­ferlið við ESB og það er viðbúið að ým­is­legt valdi þar titr­ingi, “sagði Stef­an­ía.

Hún seg­ir að hafa beri í huga að sam­starfið við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn grund­vall­ist meðal ann­ars á því að Ices­a­ve deil­an verði leyst. „Það verður af­skap­lega erfitt fyr­ir rík­is­stjórn­ina að halda haus í þeim sam­skipt­um.“

Stef­an­ía seg­ir að framund­an séu mikl­ir um­brota­tím­ar. „Nú kem­ur í ljós hvort þinglið Vinstri grænna sé staðfast og hugs­an­lega gæti farið að bresta á flótti inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þegar á bratt­ann er að sækja í stjórn­mál­um, þá fer oft hver hönd­in upp á móti hvorri ann­arri og þetta bæt­ist bara ofan á all­an ESB-ágrein­ing­inn.“

„Það er afar ólík­legt að stjórn­in geti haldið út kjör­tíma­bilið, þetta er spurn­ing um vik­ur eða mánuði.“

En hvaða áhrif gæti niðurstaðan haft á Sjálf­stæðis­flokk­inn? „Það er ekki gott að segja það, en skoðanakann­an­ir hafa sýnt að meiri­hluti flokks­manna hef­ur ekki sömu af­stöðu til Ices­a­ve og formaður­inn. Það er óhætt að segja að niðurstaðan hef­ur ekki styrkt stöðu hans og hann á and­stæðinga, sem eiga eft­ir að sækja að hon­um. En staða Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, hef­ur aft­ur á móti styrkst heil­mikið við þessa niður­stöðu. “




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert