Stærsta vél Boeing í Keflavík

Stærsta flugvél Boeing er við lendingaræfingar í Keflavík.
Stærsta flugvél Boeing er við lendingaræfingar í Keflavík. Ljósmynd/Bergsveinn Norðdahl

Boeing 747-800 flutn­inga breiðþota kom núna í morg­un til Kefla­vík­ur frá Boeing verk­smiðjun­um í lend­ingaræf­ing­ar. Þessi gerð er stærsta flug­vél­in sem Boeing hef­ur smíðað.
 
Flug­vél­in er máluð í lit­um Car­golux en fé­lagið hef­ur pantað 13 slík­ar vél­ar. Boeing 747-800 er með lengri skrokk og end­ur­hannaðan væng, sem og spar­neytn­ari hreyfla miðað við eldri út­gáf­ur.
 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka