Taka málið upp að nýju

Tryggvi Gíslason.
Tryggvi Gíslason. mbl.is

„Alþingi og ríkisstjórn eiga nú að bjóða Bretum og Hollendingum að taka málið upp að nýju - þegar endanlegt uppgjör eignasafns Landabankans liggur fyrir, ekki deginum fyrr. Verði það boð ekki þegið, er sjálfsagt að fara dómstólaleiðina og vinna fullnaðarsigur,“ segir Tryggvi Gíslason fv. skólameistari á Akureyri í pistli á vefsetri sínu.

„Verði það boð ekki þegið, er sjálfsagt að fara dómstólaleiðina og vinna fullnaðarsigur.“ 

Tryggvi var einn þeirra sem með ýmsu móti barðist gegn samþykkt Icesave-laganna og segist vænta þess að niðurstaðan í kosningum verði sú að 60% verði á móti svo ekkert fari á milli mála.

„Alþingismenn og aðrir atvinnustjórnmálamenn geta lært mikið af þessu. Runninn er upp nýr tími, nýtt Ísland, þar sem ríkir beint lýðræði í stað flokksræðis og samtök hugsandi einstaklinga ráða ferðinni í stað innmúraðra flokksgæðinga. Alþingismenn þurfa að lesa og læra af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og rifja upp hvað þeir samþykktu í vetur."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert