„Þetta eru ekki góðar fréttir“

Lárus Blöndal (t.v.) var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni.
Lárus Blöndal (t.v.) var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave-samninganefndinni.

„Þetta eru ekki góðar frétt­ir,“sagði Lár­us Blön­dal hæsta­rétt­ar­lögmaður, sem var full­trúi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Ices­a­ve samn­inga­nefnd­inni, um fyrstu niður­stöður þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar.

Lár­us hef­ur sagt að góðar lík­ur væru á að Ices­a­ve-sam­komu­lagið myndi ekki kosta Íslend­inga neitt þegar upp væri staðið, vegna þess að heimt­ur í þrota­bú gamla Lands­bank­ans færu sí­fellt batn­andi.

Héldi svo fram sem horfði, væru framtíðahorf­ur nokkuð góðar.

Lár­us sagði í sam­tali við mbl.is rétt fyr­ir miðnætti að þetta kæmi sér ekk­ert mjög mikið á óvart, sé tekið mið af skoðana­könn­un­um.,

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka