„Þetta eru ekki góðar fréttir,“sagði Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, sem var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í Icesave samninganefndinni, um fyrstu niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Lárus hefur sagt að góðar líkur væru á að Icesave-samkomulagið myndi ekki kosta Íslendinga neitt þegar upp væri staðið, vegna þess að heimtur í þrotabú gamla Landsbankans færu sífellt batnandi.
Héldi svo fram sem horfði, væru framtíðahorfur nokkuð góðar.
Lárus sagði í samtali við mbl.is rétt fyrir miðnætti að þetta kæmi sér ekkert mjög mikið á óvart, sé tekið mið af skoðanakönnunum.,