Undirskriftir gegn stjórninni?

Styrmir Gunnarsson
Styrmir Gunnarsson Ragnar Axelsson

„Það er kannski nauðsyn­legt að efna til víðtæk­ustu und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar, sem nokkru sinni hef­ur verið efnt til á Íslandi til þess að knýja þessa rík­is­stjórn frá,“ spyr Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, í leiðara á síðu Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar í dag. 

Styrm­ir seg­ir að með þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í gær hafi Ísland „tekið for­ystu meðal þjóða heims í bar­áttu fólks gegn alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum, sem hafa leitazt við að láta skatt­greiðend­ur borga fyr­ir mis­tök fjár­mála­mann­anna sjálfra og notið til þess stuðnings póli­tískra for­ystu­manna og annarra ráðandi afla í hverju land­inu á fæt­ur öðru.“

Hann seg­ir að nú verði „horft til Íslands sem fyr­ir­mynd­ar um það með hvaða hætti al­menn­ing­ur get­ur hrakið á brott þá, sem með ósvífn­um hætti hafa reynt að þvinga alþýðu manna til þess að borga skuld­ir, sem þeim eru óviðkom­andi.

Það er ástæða til að óska ís­lenzku þjóðinni til ham­ingju með þessa niður­stöðu. Af­kom­end­ur þeirra, sem fyr­ir ell­efu hundruð árum vildu ekki láta kúga sig í Nor­egi hafa sýnt hverr­ar gerðar þeir eru.“

Styrm­ir seg­ir að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna geti ekki setið áfram eins og ekk­ert hafi í skorist. Það megi þó ráða af fyrstu viðbrögðum odd­vita stjórn­ar­inn­ar að það hygg­ist þeir gera.  Hann seg­ir að hafi odd­vit­ar stjórn­ar­inn­ar ekki frum­kvæði að því að segja af sér verði þjóðin að reiða sig á að þing­menn í stjórn­ar­flokk­un­um knýi fram af­sögn og kosn­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert