Vegir á Suður- og Vesturlandi eru greiðfærir. Á Vestfjörðum eru vegir greiðfærir fyrir utan hálkubletti á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.
Greiðfært er á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir á Öxi en annars greiðfært. Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.
Hvalfjarðargöng verða lokuð vegna viðhaldsvinnu aðfaranótt mánudagsins
11. apríl, þriðjudags 12.apríl, miðvikudags 13. apríl, fimmtudags 14. apríl og föstudags 15. apríl frá klukkan 24:00 til
klukkan 06:00 að morgni.