Yfir 50 útköll á Akranesi

Bíleigandi nokkur hafði bundið bílinn sinn við hús í dag, …
Bíleigandi nokkur hafði bundið bílinn sinn við hús í dag, svo hvorki bíllið né húsið færi langt. Ljósmynd/Kristinn Eyjólfsson

Upp­fært kl. 23.50

Er­ilsamt var hjá flest­um lög­reglu­embætt­um á Suðvest­ur­horni lands­ins í dag, fyr­ir utan öll þau út­köll sem björg­un­ar­sveit­ir þurftu að sinna. Björg­un­ar­sveit­in á Akra­nesi sinnti um það bil fimm­tíu út­köll­um á meðan óveðrið gekk yfir frá því klukk­an fjög­ur í dag og fram á kvöld. Lög­regl­an sinnti um fimmtán verk­efn­um.

Að sögn lög­regluþjóns á vakt gerði vit­laust verður á Skag­an­um. Mesta tjónið var þegar þakklæðning fauk af bíl­skúr á næsta hús. Í öðru til­viki fór næst­um hálft þak af ein­býl­is­húsi í bæn­um, svo mikið rifnaði upp af því. Þá splundruðust rúður í raf­tækja­versl­un. Fyr­ir utan þessi al­var­leg­ustu at­vik varð mikið tjón á hús­um og bíl­um.

Lög­regl­an í Reykja­vík sinnti ýms­um út­köll­um, rétt eins og slökkviliðið sem kallaði út auka­mann­skap til að sinna verk­efn­um. Víðast hvar er veðrinu nú mjög að slota og veður orðið skap­legt.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um sinnti um 20 út­köll­um fyr­ir utan það sem björg­un­ar­sveit­in sinnti. Á Sel­fossi mæddi hins veg­ar lítið á lög­regl­unni þó svo björg­un­ar­sveit­in væri á ferli. Í Vest­manna­eyj­um hins veg­ar kom ekki eitt út­kall til lög­reglu vegna óveðurs og að sögn varðstjóra þar var björg­un­ar­sveit­in ekki einu sinni ræst út.

Veður var slæmt víðar en á SV-horn­inu, en hátt í sjö­tíu manns á leið á milli Ak­ur­eyr­ar og Reykja­vík­ur ákváðu að hætta för sinni í kvöld og fyllt­ist allt í sum­ar­hús­um Glaðheima við Blönduós, að sögn staðar­hald­ar­ans Lárus­ar Jóns­son­ar. Að hans sögn hafði rúta ein full af fólki líka staðnæmst á Blönduósi og fólkið afráðið að fá að gista í íþrótta­hús­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert