Yfir 58% hafna Icesave-lögum

Beita þurfti hörku við að opna einn kjörkassanna í Árborg …
Beita þurfti hörku við að opna einn kjörkassanna í Árborg þar sem lykill skilaði sér ekki á talningarstað. mbl.is/Sigmundur

Ljóst er að Icesave-lögunum var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag en þegar búið var að telja rúmlega 119 þúsund atkvæði höfðu rúmlega 58% sagt nei en tæplega 42% sagt já.     

Hvergi hafa borist lokatölur. Í Reykjavík suður var talið að talningu væri lokið um klukkan 2 en síðan kom í ljós að atkvæðatölur stemmdu ekki. Þar höfðu þó rúmlega 54% greitt atkvæði gegn lögunum en tæplega 46% með þeim.

Ranglega var sagt fyrr í kvöld og nótt að meirihluti í kjördæminu hefði greitt atkvæði með lögunum.  Að sögn Sveins Sveinssonar, formanns yfirkjörstjórnar, var lesið rangt af blaði með atkvæðatölum.

Í Reykjavík norður höfðu 52,7% sagt nei þegar talin höfðu verið rúmlega 27 þúsund atkvæði en 47,3% sögðu já. 

Í Suðurkjördæmi höfðu 71,3% sagt nei þegar 16.625 atkvæði höfðu verið talin en 28,7% höfðu sagt já.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert