Bændum fækkaði um 26% á 10 árum

Bændum á Íslandi hefur á síðustu 10 árum fækkað um 26%. Kúabændum hefur fækkað um 37% og sauðfjárbændum um 22%. Þetta kom fram í svari Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi við spurningum frá Sigmundi Erni Rúnarssyni alþingismanni.

Í svarinu kom fram að á þessu tímabili hefðu kúabændum á Austurlandi fækkað um 43% og um 45% á Vestfjörðum.  Sauðfjárbúum hefði fækkað mest á Reykjanesi og Vesturlandi. Jafnframt kom fram að loðdýrabúum hefði á tímabilinu fækkað um yfir 60% og svínabændum hefði fækkað um 51%.

Í umræðum um fyrirspurnina kom fram þó að búum hefði fækkað hefði búin sem eftir standa stækkað og framleiðsla aukist.

Sigmundur Ernir benti á að bændum hefði fækkað í Noregi um 19% á tímabilinu 2000 til 2010. Í Finnlandi næmi fækkunin 21%, en á Íslandi væri fækkunin 26%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert