Þrátt fyrir afleitt veður um helgina náði Skandia að dýpka lítillega í Landeyjahöfn. Framundan eru miklir umhleypingar og miðað við ölduspá verður ölduhæðin yfir 2 metra fram til 20 apríl.
Í tilkynningu frá Siglingastofnun segir að gangi sú spá eftir, þá bætist við efni í hafnarmynninu og mun því þurfa fáeina daga við góðar aðstæður til að opna höfnina eftir að veðrið hefur gengið niður.
Ekki er sett fram nein spá í tilkynningunni um hvenær líklegt sé að höfnin verði opnuð.