Engin niðurstaða varð á fundi forystumanna ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í hádeginu um næstu skref í kjaraviðræðum. Samtökin ætla að vera í sambandi við stjórnvöld í dag.
Fundurinn stóð í um eina klukkustund, en engin niðurstaða varð á fundinum, að sögn Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir stöðu viðræðna því óbreytta.
Forystumenn ASÍ sitja nú á fundi til að fara yfir stöðuna. Mikillar óþolinmæði er farið gæta í þeirra röðum og eru komnar fram kröfur um að gerður verði skammtímasamningur í stað þess þriggja ára samnings sem rætt hefur verið að gera.