Glæsiíbúð í Gamla bíói

Í 30 ár hefur Íslenska óperan verið til húsa í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Allflestar innréttingar hússins, sem var byggt árið 1927 eru upprunalegar. Á efstu hæð hússins leynist glæsiíbúð fyrsta eiganda hússins, Danans Petersens, sem rak Gamla Bíó í hálfa öld og var kallaður Bíó-Petersen.

Gamla bíó stendur á tímamótum, en verið er að setja upp síðustu sýningu óperunnar í þessu sögufræga húsi. Húsið verður friðað og fer í langtímaleigu, verið er að skoða þau tilboð sem borist hafa og að sögn Stefáns Baldurssonar óperustjóra liggur beinast við að þar verði áfram menningarstarfsemi af einhverju tagi.

Mikil breyting verður á aðstöðu Íslensku óperunnar í nýjum húsakynnum í Hörpu. En Stefán segist ekki efa það að fólk muni sakna anda Gamla bíós. „En við erum staðráðin í því að taka sálina úr húsinu með okkur í Hörpuna".


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert