Harpa reyndist pottþétt

Harpa reyndist vera pottþétt!
Harpa reyndist vera pottþétt! mbl.is/Júlíus

Tón­list­ar- og ráðstefnu­húsið Harpa er nú um­flotið sjó. Rík­h­arður Kristjáns­son, sviðsstjóri ÍAV, sagði að sjó hafi verið hleypt að hús­inu hægt og ró­lega til að kanna hvort það læki. Eng­inn leki kom í ljós og húsið flaut ekki upp.

„Við hætt­um að dæla og lét­um vatnið koma upp að hús­inu. Við fylgd­umst með hvort að það læki eitt­hvað og ætluðum að gefa okk­ur tíma til að gera við það ef læki. Það lek­ur ekki neitt,“ sagði Rík­h­arður.

„Húsið er bara þétt! Það sit­ur á botn­in­um og flýt­ur ekki upp,“ sagði Rík­h­arður. „Menn geta gengið þurr­um fót­um í kjall­ar­an­um.“

Húsið er byggt á fyll­ingu úr grófu böggla­bergi sem sjór­inn þrýst­ist inn í. Þrýst­ing­ur­inn und­ir botn­plöt­unni er svo mik­ill að ef borað væri gat á gólfið í bíla­geymsl­unni stæði upp úr gólf­inu 5-7 metra há vatns­súla, allt eft­ir sjáv­ar­stöðu.

Nú er byrjað að taka upp sjóvarn­arþilið sem haldið hef­ur sjón­um frá hús­inu. Ekki er tal­in leng­ur þörf á að hafa þilið því húsið reynd­ist vera þétt. Vest­an við húsið er gryfja sem enn er dælt úr en þar er ætl­un­in að byggja bíla­geymsl­ur og fleira.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert