Hóta að standa í vegi aðildar að ESB

Frá Delft í Hollandi.
Frá Delft í Hollandi. mbl.is/Ómar

„Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki.“

Þetta segir Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla og einn ráðgjafa Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands í Icesave-deilunni, í Morgunblaðinu í dag um afleiðingar þess ef íslensk stjórnvöld efni ekki nýja Icesave-samninginn fyrir aðildarumsókn Íslands að ESB.

Spurður um það sjónarmið að þrotabú Landsbankans eigi að duga til að bæta Hollendingum og Bretum tjón vegna tapaðra innistæðna á Icesave-reikningnum svarar Eijffinger að þeir hinir sömu lifi í „blekkingu“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert