Bændur í Engidal og Skutulsfirði og Ísafjarðarbær eru að ganga frá samkomulagi um slátrun á skepnum sem hafa orðið fyrir díoxín-mengun. Samkomulagið gerir ráð fyrir að Ísafjarðarbær leggi út fyrir kostnaði við slátrun. Reiknað er með að dýrunum verði slátrað í þessari viku.
Slátra þarf um 320 kindum og 18 nautgripum. Matvælastofnun hefur úrskurða að afurðir frá skepnunum megi ekki fara á markað vegna þess að díoxín hafi mælist í sýnum sem tekin voru úr bæði nautgripum og sauðkindum á bæjunum.
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir að Ísafjarðarbær hafi fallist á að leggja út fyrir kostnaði við slátrun dýranna. Hann reiknar með að dýrin verði send í sláturhús í þessari viku.
Bændurnir sem urðu fyrir tjóninu gera kröfu um að tjónið verði bætt að fullu. Ekki er búið að ná samkomulagi um það. Hugsanlegt er að þeir verði að sækja bætur fyrir dómstólum.