Íslendingar hafa varðveitt sitt fræga stolt

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar íslensku ríkisstjórnarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogar íslensku ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Árni Sæberg.

Olle Zachrison, dálkahöfundur Svenska Dagbladet í Svíþjóð, sem talsvert hefur fjallað um íslensk málefni, segir í dag að íslenska ríkisstjórnin eigi að segja af sér og boða til kosninga í kjölfar niðurstöðu Icesave-atkvæðagreiðslunnar um helgina. 

Zachrison segir, að afleiðingar þess að Íslendingar höfnuðu Icesave-lögunum gætu orðið ýmsar. Þannig kunni lánshæfismat landsins að lækka og aðildarviðræður landsins við Evrópusambandinu að komast í uppnám.

En það eigi að virða vilja þjóðarinnar og það ætti að þýða, að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, segi af sér og boði til kosninga því ljóst sé að ríkisstjórnin gangi ekki í takti með þjóðinni.  

Zachrison gagnrýndi Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, harðlega fyrr á þessu ári fyrir að synja Icesave-lögunum staðfestingar og segir nú, að best hefði verið að málið hefði ekki verið sett í þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að Icesave-samningurinn hafi verið hagstæður.

„Það hefði verið auðveldasta valið að segja já. Nú verður ganga Íslendinganna erfiðari og einmanalegri en þeir hafa þó að minnsta kosti varðveitt sitt fræga stolt," segir Zachrison.

Grein Zachrisons

Sænsk gagnrýni á forsetann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka